SAGE by Saga Sif


Markmið SAGE er að búa til tímalausar flæðandi flíkur þar sem mikil hugsun hefur farið í bæði gæði og vandaða vinnu niður í öll smáatriði. Það sem einkennir mínar flíkur hvað mest er að ég hef þróað nýja stærðartöflu og hef þar með tekið stærðir frá XS til XXL niður í 2- 3 stærðir.
Með hjálp efnis, teygju og banda fæ ég flíkina til þess að aðlagast að hverjum líkama fyrir sig. Með þessari lausn, stækka og minnka flíkurnar með okkur sem eykur notkunargildi þeirra og verða þær meira að lífstíðarflík.