Saga Sif Gísladóttir
Hallóóó! Ég heiti Saga Sif Gísladóttir og ef ég segji aðeins frá mér að þá er ég handboltastelpa sem náði sér í BA gráðu i fatahönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2021 og þar áður af hönnunar og textílbraut frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Síðan ég man eftir mér hef ég unnið mikið í höndunum hvort sem það eru föt, skart, myndir, macrame, leir og fl.
Undanfarin 4 ár hef ég unnið við saum hjá SAGE við sérpantaðar flíkur, brúðkaupskjóla, unnið með listafólki og margt spennandi þá samhlida öðrum störfum og núna var loksins tekið á skarið og stefnan sett á fullt við þennan draum! Ég hlakka til að taka ykkur með mér i þetta ferðalag!